Verkefnastjórnun og ráðgjöf

Bjarma verkefnastjórnun og ráðgjöf vinnur að allskonar verkefnum sem fela í sér tiltekt, endurskipulagningu, aukna skilvirkni og nýja ásýnd.

Teymisvinna er oft árangursrík þar sem hún inniheldur breiða sýn hópsins. Teymisvinna er líkleg til að skila öflugu umbótastarfi.

Okkar sameiginlega vegferð í gegnum verkefnin.

Þjónustan

Ný og breytt rými

Ertu að opna nýja verslun, skrifstofu eða jafnvel stafræna smiðju? Þarftu verkefnastjóra til að leiða framkvæmdir, kaup á húsbúnaði og tengja hönnuð við verkið.

Bjarma sér um þarfagreiningu, kostnaðargreiningu og ýmsar áætlanagerðir eins og verkefnin kalla eftir. Tengir fagfólk saman svo sem fjárfesta, iðnaðarmenn, hönnuði og hópa með sérfræðiþekkingu.

Innleiðing ferla

Er þörf á breytingum í starfseminni? Þarftu verkefnastjóra til að aðstoða við að greina vegferð viðskiptavina, uppfæra ferla, innleiða stafrænar handbækur eða útiloka sóun í ferlum, kerfum og þjónustu?

Bjarma stýrir vinnuhópum og teymum fyrir fyrirtæki til að tengja starfsmenn og verkefni betur saman til að ná fram umbótum og betri árangri.

Öflug teymisvinna getur gert kraftaverk.

Stefnumótun og viðskiptaáætlun

Þarftu nýja framtíðarsýn fyrir reksturinn? Viltu ráðgjöf við að stýra vinnustofum og rýnihópaviðtölum til að tengja stjórnendur, millistjórnendur, starfsmenn og rekstur í eina öfluga einingu?

Bjarma leiðir stjórnendur og starfsmenn í gegnum þætti sem skapa nýja framtíðarsýn, markmiðasetningu, innleiðingu og að lokum eftirfylgni.

Stærri verkefni

Nettó á Eyravegi

Ný Nettó verslun á Eyravegi á Selfossi opnaði í desember 2024. Verslunin er hreint út sagt glæsileg og starfsfólk Samkaupa sem og fagaðilar lögðu allt sitt í vinnuna til að opna verslunina þrátt fyrir ýmsar ófyrirséðar áskoranir. Verslunin fékk góðar viðtökur frá íbúum nær og fjær.

Fab Lab Suðurnes

Fab Lab Suðurnesja sem er stafræn smiðja opnaði í janúar 2024. Góður hópur fólks kom að þessari vinnu sem og hagaðilar á Suðurnesjum. Smiðjan er staðsett í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er vel nýtt af nemendum og íbúum á svæðinu.